6. fundur
fjárlaganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:16
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:00

KG vék af fundi kl. 10.02 til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga janúar-desember 2012 Kl. 09:06
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Ingi K. Magnússon.
Farið var yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir janúar-desember 2012 frá júlí 2013.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Sigurður Helgi Helgason og Ingþór Karl Eiríksson.

2) Önnur mál fjárlaganefndar á 142. þingi Kl. 10:27
Rætt var um starf nefndarinnar sem fram undan er. Fleiri mál voru ekki rædd.

3) Fundagerðir fjárlaganefndar á 142. þingi Kl. 10:27
Fundargerðin var samþykkt af Haraldi, Valgerði, Guðlaugi, Ásmundi, Brynhildi, Bjarkeyju og Helga.

Fundi slitið kl. 11:00